mánudagur, ágúst 07, 2006

Náttúran skartaði sínu fegursta....


........þegar við Erling héldum heim á leið í gærkvöldi. Himininn glitraði bókstaflega þegar síðustu sólargeislar dagsins dönsuðu um himinhvolfið á leið sinni niður fyrir sjóndeildarhringinn.

Við vorum að koma frá Fitinni eftir að hafa eytt deginum með því dýrmætasta sem við eigum, stelpunum okkar, stelpunum þeirra og mönnunum þeirra. Við vorum í kofanum okkar sem hann Erling er búinn að vera að keppast við að gera tilbúinn fyrir þessa verslunarmannahelgi. Arna gisti þar með litlu dömurnar sínar og þegar ég hringdi í hana fyrsta kvöldið og spurðu hvernig færi um þær þá hafði hún .þetta um kofann að segja; mamma, þetta er ólýsanlegt æði. Ég tek alveg undir með henni og við erum búin að eiga skemmtilegar stundir saman á Föðurlandinu okkar.

Þetta er búin að vera svolítið öðruvísi verslunarmannahelgi en áður, því við Erling höfum verið í tjaldútilegu um verslunarmannahelgi eins lengi og ég man.
Núna höfum keyrt heim á kvöldin í Húsið við ána enda er þetta svo stutt og fljótfarin leið. Það er svo notalegt að sofa þar og vakna svo undir hádegi við árniðinn og heyra í Erling á neðri hæðinni, vitandi að hann er búinn að hella uppá kaffi og bíður eftir mér. Fara svo aftur austur eftir hádegi í sveitasæluna þar.

Annars er ég komin í sumarfrí og finnst það auðvitað alveg frábært. Tilhugsunin að eiga næstu þrjár vikur í fríi og hafa Erling minn alveg útaf fyrir mig er meiri háttar. Við ætlum að skella okkur á suðrænar slóðir, labba berfætt á ströndinni í tunglskini, sitja úti á svölum á kvöldin með kertaljós og fylgjast með mannlífinu. Ferðast um og skoða land og þjóð. Með okkur í för verða vinir okkar Heiðar og Sigrún og við gistum í höllinni sem þau eiga þarna suðurfrá. Svo eru bræður Erlings, Hansi og Hlynur þarna með sínar fjölskyldur en það vissum við reyndar ekki þegar við pöntuðum okkar ferð, en bara gaman að því.

Ég hlakka svo til og er Guði svo þakklát fyrir einmitt lífið sjálft……..

3 ummæli:

Íris sagði...

Takk fyrir samveruna um helgina! Þetta var virkilega gaman og rosa gott að hafa kofann, hann er algjört æði ;)
Sjáumst!

Nafnlaus sagði...

Já lífið er gjöf frá Guði, eins gott að njóta þess:):) En tek undir með henni Írisi beib, takk fyrir samveruna, þetta var virkilega skemmtileg helgi. Sjáumst svo hressar á eftir skvís;) Arnan þín

Nafnlaus sagði...

Ég samgleðst ykkur innilega með sumarfríið. Munið bara að bóna og þrífa sumarhöllin vel áður en við Kata mín fetum í fótspor ykkar.

kær kveðja.
Teddi.