fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Hún á afmæli í dag...


Það leið ekki nema mánuður frá því ég fékk ömmutitilinn í fyrsta skipti þangað til ég fékk aðra ömmustelpu. Hún Petra Rut á nefnilega afmæli í dag, er orðin fjögurra ára. Ég spurði hana um daginn hvað hún væri gömul og hún sagðist vera þriggja ára og sýndi mér þrjá fingur en bætti strax við að hún væri alveg að verða fjögurra ára, sýndi mér fjóra fingur og sagðist svo bráðum verða fimm og þá komu auðvitað fimm fingur á loft og svo sagðist hún verða svona gömul og sýndi sex fingur og þá færi hún í skóla. Hún var sko alveg með þetta á hreinu litla daman.

Petra Rut er mjög skemmtileg stelpa, skýr og veit alveg hvað hún vill. Hún er löngu búin að segja mér hvað henni langar að fá í afmælisgjöf frá okkur afa sínum en það er rauður íþróttagalli með hvítum stórum stöfum. Ef að líkum lætur þá fær hún þá ósk sína uppfyllta.

Elsku Petra Rut mín, innilega til hamingju með fjórða afmælisdaginn þinn, ég elska þig stóra yndigullið mitt og ég bið Guð að vaka yfir hverju þínu skrefi og blessa framtíð þína.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku amma!
Takk fyrir þessa æðislegu afmæliskveðju! Það var gaman að koma í heimsókn áðan til ykkar afa og hitta ykkur aftur!
Svo sjáumst við í afmælinu mínu ;)
Ykkar Petra Rut