sunnudagur, maí 07, 2006

Stórafmæli

Stór hluti af afkomendahópnum ásamt mökum



Erling, Hlynur, Benni, Danni, Gerða, Hildur og Hjalli ásamt Hrefnu, það vantar bara Hansa


Flott afmæliskaka sem bakarinn á Víflistöðum bakaði handa Hrefnu í tilefni dagsins

Þann 7. maí 1921 leit hún dagsins ljós á bæ einum í Ketildölum vestur á fjörðum og í dag, 85 árum seinna, var slegið upp veislu á Vífilstöðum þar sem hún býr núna.

Já hún Hrefna tengdamamma mín á afmæli í dag og við slógum upp veislu og vorum þar saman komin öll börnin hennar nema Hansi, tengdabörn og mörg barnabörnin hennar með sín börn. Ekki hef nú tölu á afkomendafjölda hennar en þeir eru margir svo mikið er víst.

Hrefna var hress og leit mjög vel út, nýbúin að fara í klippingu og lagningu. Hún var búin að hlakka mikið til og hafði sofið lítið nóttina áður vegna spennings.
Dagurinn var skemmtilegur og heppnaðist vel í alla staði. Hrefna sagði við okkur Erling um daginn að henni finndist lífið alltof stutt og að heyra það af hennar vörum jók enn á þá fullvissu mína að við eigum að njóta hverrar stundar sem okkur er gefin.

Mig langar að óska henni til hamingju með daginn þótt hún lesi þetta ekki því hún er nánast blind og situr i hjólastól en hún er bara svo mikil hversdagshetja að ég mátti til að segja ykkur frá deginum hennar. Hún kvartar aldrei, hefur það alltaf svo gott að eigin sögn. Það gætu margir margt af henni lært.

Engin ummæli: