miðvikudagur, maí 31, 2006

Frekar tvö en eitt

Við hjónin fórum í dag og keyptum okkur lítið sumarhús til að setja niður á lóðinni okkar í Fljótshlíð sem er víst, að sögn þeirra sem til þekkja, fallegasta sveit landsins.
Húsið er mjög fallegt þótt það sé lítið og mun væntanlega í framtíðinni gegna hlutverki gestahúss, þ.e. ef við byggjum einhvern tímann sumarbústað þarna.
Húsið er ósamsett og Erling og Hlynur ætla að setja það saman núna fljótlega og mér finnst þetta ekkert smá spennandi. Við ætlum að taka inn rafmagn í húsið og setja annað hvort arin eða kamínu og ég hlakka til að eyða tíma þarna. Svo getur maður látið sig dreyma um heitan pott……ummmmm……

Annars erum við búin að vera að gera heilmiklar breytingar hjá okkur með svo margt.
Við erum að skipta um bíla, ætlum að selja græna Mussoinn, hvíta Lancerinn og tjaldvagninn (hann er reyndar þegar seldur) og við erum búin að kaupa nýrri og betri fólksbíl og svo keyptum við aftur hvíta Pajero jeppann sem við seldum Írisi og Karlott fyrir einu og hálfu ári síðan. Niðurstaðan er sú að fyrir sama verð og margir eru að kaupa nýjan flottan bíl, eða um 2 milljónir, fáum við litla sumarhúsið, mjög fallegan lítið ekinn fólksbíl og jeppa sem er í toppstandi. Allt bara með því að hrókera aðeins til eigum okkar. Fólksbíllinn flotti kemur okkur á milli borga, sparneytinn og fínn og jeppinn kemur okkur í allar þær fjallaferðir sem hugurinn stefnir á, Fljótshlíðarhringurinn.........ekkert smá falleg leið.....
Þetta er frábært….

Um daginn kom svo Eygló dóttir okkar heim með ungan, myndarlegan mann og kynnti hann fyrir okkur sem kærastann sinn. Hann heitir Björn Ingi og er 32 ára gamall vélstjóri. Okkur Erling líst vel á hann og óskum þeim til hamingju með hvort annað.

Á morgun rennur svo upp stóri dagurinn þegar við fáum afhenta lykla að Húsinu okkar við ána. Erling ætlar að mála allt húsið og við stefnum á að flytja þangað sunnudaginn 11. júní eða strax daginn eftir að Erling öðlast nýja titilinn sinn, lögfræðingur með BA gráðu. Ekki amalegt.

Já lífið er svo sannarlega skemmtilegt. Þangað til næst.....njótið lífsins

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með sumarhúsið og svo líka með að vera að fá lyklana að villunni á morgun :) Ég hlakka ekkert smá til sð sjá inní húsið og hjálpa ykkur við að flytja og allt svoleiðis :) Og til hamingju með nýja "tengdasoninn" :) Oh hvað lífið er skemmtilegt!! Lov U og gaman hvað þú og pabbi njótið lífsins :) Það lærir maður af ykkur :) Þín uppáhalds Eygló