laugardagur, júní 03, 2006

Brons

Já það var hvorki meira né minna en brons sem hann Erling náði sér í í dag og ég er svo montin af honum að ég má til að deila því með ykkur lesendur mínir.
Í dag kom sem sagt síðasta einkunnin sem við höfum beðið eftir til að fá fullvissu um að hann sé kominn með fullt hús og ekkert hindri útskrift eftir viku.

Það var einkunn fyrir BA ritgerðina sem kom í dag, 8.0 og Erling var þriðji hæsti af þeim sem skrifuðu BA ritgerð í lagadeild þetta árið. Svo sannarlega flott hjá honum og nú getum við farið og keypt flott jakkaföt fyrir útskriftina.

Það stendur einhvers staðar að menn uppskera eins og þeir sá og nú uppsker hann erfiði síðustu þriggja ára, orðinn lögfræðingur með BA gráðu. Já ég er stolt kona.......
Meira seinna, góða nótt

Ps. við erum byrjuð að taka til hendinni í Húsinu við ána, endilega kíkið við ef þið eruð á ferðinni um helgina eða fáið ykkur bíltúr, alltaf heitt á könnunni......

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með pabba :) Stórglæsilegt hjá honum og svo langar mér líka að óska ykkur til hamingju með húsið :) Það er æðislegt og verður bara enn flottars með tímanum ;) Lots of love :) Þín uppáhalds Eygló

Íris sagði...

Já, þetta er ekkert smá flott hjá honum! Alveg glæsilegt. Rosalega gaman að uppskera svona vel eftir mikið erfiði!!
Takk fyrir okkur í dag, gaman að kíkja við ;)

Hrafnhildur sagði...

Hjartanlega til hamingju med strákinn. Svakalega flott hjá honum. Bestu kvedjur frá Tenerife!
Hrafnhildur

Nafnlaus sagði...

Elsku Erla
Til haminju með Erling þennan góða árangur og að vera búinn með hluta af því sem hann ætlar sér, glæsilegt hjá honum.
Óska ykkur líka til hamingju með Húsið við ána.
Kveðja
Nanna Þ