þriðjudagur, ágúst 24, 2010

Petra Rut afmælisprinsessa


Það var fyrir átta árum að við vorum öll saman komin heima hjá okkur Erling í Hamraberginu og það var svo sem ekkert nýtt. Pizza var á boðstólum en eitthvað var Íris samt lystarlaus á matinn og það virtist frekar versna en hitt. Skýringin kom svo fljótlega og þau Karlott fóru sem sagt ekki heim til sín þetta kvöld heldur skruppu niður á Eiríksgötu og í dag fagnar eldri skvísan þeirra, hún Petra Rut átta ára amælinu sínu.

Hún er mjög dugleg stelpa og veit alveg hvað hún vill og eins og mamma hennar þá fæddist hún nánast fullorðin. Hún er líka búin að ákveða að verða bæði mamma og lögfræðingur eins og mamma sín. Segið svo að daman viti ekki hvað hún vill. Uppáhalds liturinn hennar er fjólublár og hún var því ekkert smá ánægð þegar hún fékk að velja sér nýja skólatösku og auðvitað var hún fjólublá. Hún er mikil vinkona okkar afa síns og ömmu og það er svo gaman þegar hún hringir og spyr hvort þau megi koma í heimsókn.

Elsku Petra Rut mín, við afi þinn óskum þér innilega til hamngju með daginn þinn. Vona að þér fari að líða betur í fætinum og að þú verðir dekruð í allan dag. Þú ert alger Guðs gjöf inn í líf okkar og yndigull og við elskum þig marga hringi. Hlökkum svo til að koma í afmælið þitt en bara ein spurning, hvað langar þig að fá í afmælisgjöf?

Engin ummæli: