föstudagur, júlí 04, 2008

Sumarfrísdagur....

Er það ekki merkilegt að þegar maður á einn sumarfrísdag og ætlar að nota hann til að gera ALLT sem hefur legið á hakanum, (það er nú bara að ljúka við tiltekt í þvottahúsinu sem er samt langt komin) þá einfaldlega tími ég ekki að eyða þessum fallega degi innandyra. Ég var að segja við Erling að það væri nú nær að drífa sig í sveitina í góða veðrið heldur en að laga til og hann sagði bara við mig að akkúrat núna væri það EKKI bráðnauðsynlegt að raða körfum og dóti á sinn stað í þvottahúsinu:o)

Þess vegna erum við að leggja af stað í sveitina okkar og halda áfram að vinna við stærri kofann sem við vorum að fá okkur á þennan sælureit. Þ.e. Erling mun fara að vinna við þakið en ég ætla að taka með mér sólbekk og vera í sólbaði múahahaha

Við vorum þarna síðustu helgi öll sömul og það var hellingur af “Hvað þarf að gera” listanum sem var hægt að strika út og ég reikna með að annað eins verði hægt að strika út eftir þessa helgi. Við verðum reyndar ekki eins mörg en það er ekki eftir sem búið er. Veðurspáin er mjög góð og von á bongóblíðu og ég vona svo sannarlega að það rætist.

Svo það er best að fá sér einn kaffibolla og setjast út á pall með hann og herða upp hugann til að fara í Bónus því eins og sú verslun er mikil kjarabót þá er það um leið ein allra leiðinlegasta verslun sem til er á landinu, sérstaklega verslunin hér á Selfossi, sérlega lítil, þröng og þreytandi. Síðan verður stefnan tekin á Fljótshlíðina og kofann okkar sem bíður þar með öllum sínum notalegheitum.

Við öll sem ætlum út á þjóðvegi landsins þessa miklu ferðahelgi skulum hafa í huga að betra er að halda lífi en áætlun, ökum með skynsemi og komum heil heim....góða helgi....

1 ummæli:

Eygló sagði...

Gott hjá ykkur að drífa ykkur í sveitina á föstudaginn í stað þess að eyða deginum í að taka til í þvottahúsinu, það má eyða einhverjum rigningardeginum í það :)
Þið eruð frábær!!
Þín blómstrandi Eygló