fimmtudagur, júlí 24, 2008

Afmælisprinsessa


Danía Rut vinkona mín og elsta barnabarnið mitt er 6 ára í dag og er að hætta á leikskólanum og fara í grunnskóla, ótrúlegt að ég svona ung eigi barnabarn sem er að byrja í skóla og það meira að segja tvö því Petra Rut verður 6 ára í ágúst.

Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt að það séu komin sex ár síðan ég fékk ömmutitilinn í fyrsta sinn. Ég man hvað við vorum farin að bíða eftir henni þótt Arna mín gengi bara 9 daga framyfir með hana.

Danía Rut er mikill hjartabræðari og það er ekki hægt að lýsa tilfinningunni með orðum þegar hún kemur til mín, vefur handleggjunum um hálsinn á mér og segir mér að hún elski mig. Hún er mikill bókaormur og getur alveg gleymt sér í dúkkukróknum hér í Húsinu við ána, bara ef hún er með góða bók sem hún skoðar í krók og kima. Uppáhaldsdýrið hennar er kisa og hún á eina sem amma hennar og afi í sveitinni passa fyrir hana, það er hann Prins Mjá.
Elsku Danía Rut mín, ég vil óska þér innilega til hamingju með sjötta afmælisdaginn þinn og bið Guð að blessa þig og vaka yfir hverju þínu skrefi. Ég elska þig og er Guði þakklát fyrir að hafa gefið okkur þig.

3 ummæli:

Eygló sagði...

Til hamingju með skvísuna :) Já tíminn er svo sannarlega fljótur að líða og manni finnst hálf ótrúlegt að þær stöllur og frænkur séu að fara í skóla í haust!
Sjáumst annars hressar næst :)
Kv. Eyglóin þín

Nafnlaus sagði...

til hamingu með dömuna hún er bara dúll kv Ásta

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir fallegan afmælispistil mamma. Það er sko satt að hún er algjör hjartabræðari. Gull í gegn. Hefur það örugglega frá ömmu sinni;) Love U, Arnan