fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Blessað veðrið....


Ég verð bara að viðurkenna það að ég er orðin frekar þreytt á þessum snjó. Í fimmta skipti á þessu nýbyrjaða ári erum við veðurteppt heima hjá okkur og er árið þó bara alveg glæný byrjað. Tvisvar höfum við ekkert komist því heiðin og þrengslin hafa verið lokuð allan daginn en tvisvar sinnum höfum við getað farið af stað undir hádegið. Það er ekki bjart útlit fyrir að við komumst eitthvað í dag en við sjáum til.
Þetta kemur verst niður á Hrund vegna skólans en við Erling höfum frjálsan tíma hvað varðar mætingu. Í dag á hún og hópurinn hennar að vera með kynningu á Vinstri grænum í stjórnmálafræðitíma og þau eru búin að leggja mikið á sig til að hafa þetta sem flottast og því er auðvitað leiðinlegt að sitja heima og geta ekki verið með.
Það er þó búið að hafa samband við kennarann sem er á leiðinni í skólann og hann ætlar að sjá hvort hægt sé að seinka þessu. Hins vegar eru allir hinir krakkarnir í hópnum mættir og búin að hafa sig til svo það er kannski ekki sanngjarnt þeirra vegna að fresta þessu. Ég er þó að vona að þau samþykki það Hrundar vegna.

Allt árið í fyrra var það bara einu sinni sem við komumst ekki af stað fyrr en um kl tíu en samkæmt því sem Selfossbúar til margra ára segja þá er það svona venjan að það geti verið ófært einu sinni til tvisvar yfir veturinn. Við vissum að þetta var ókostur við að búa hér og vinna í bænum en samt vildi ég ekki fyrir nokkurn mun skipta og flytja aftur í bæinn.

Mér finnst nú ekkert leiðinlegt að vera heima hjá mér og sem betur fer að törnin vegna vsk dagsins búin enda var gjalddagi vsk 5. febrúar. Ég ætla að fara upp og athuga hvort Hrund sé búin að ná í krakkana, svo ætla ég inn í stofu með kaffibollann minn, athuga hvort ég finn ekki súkkulaðimola svona í tilefni dagsins.

Hafið það gott vinir mínir........þangað til næst

2 ummæli:

Íris sagði...

Súkkulaðimola mamma??? Hvað á það að þýða?? ÉG get svo sem ekki mikið sagt, fékk mér suðusúkkulaði í gær :)
Hafið það nú bara notalegt heima þar sem þið hafið löglega afsökun fyrir að vera inni í þessu veðri. Ég vissi ekki að það væri von á stormi svo ég fór með skvísurnar á leikskólann og Erling Elí er úti á svölum. Maður þarf að fara að fylgjast betur með veðurfréttunum. En það er svo sem ekki kominn stormur svo EE er ekki í neinni hættu úti.
Hlakka til að sjá þig á laugardaginn, vonandi verður fært yfir heiðina þá ;)
Sjáumst
Þín elsta
Íris

Eygló sagði...

Hahahahahahahaha fyndin Íris :) Skamma mömmu og gerðir alveg það sama :):) já veðrið var ekkert alveg það skemmtilegasta í dag og ég þurfti þvílíkt að vaða skaflana í vinnuna, svo um leið og ég var búin að vaða skafl frá bókasafninu að leikskólanum mæti ég gröfu sem var að ryðja! Næs!! Hrmpf.. Hefði mátt vera á ferðinni 5 mínútum fyrr! Hehe.. En ég vona líka að það verði fært á laugardaginn austur þá fáið þið allar dæturnar í heimsókn :) Eða sko þær sem ekki búa heima :):) LU Þín Eygló