sunnudagur, janúar 13, 2008

Já, lífið er svo sannarlega skemmtilegt

“Hvernig væri að taka okkur tveggja daga frí og skreppa í Kofann?” sagði Erling við mig síðasta sunnudag. Mér leist strax vel á hugmyndina og eftir að hafa ráðfært mig við samstarfsfólk mitt þá ákváðum við að fara austur á fimmtudag og vera fram á laugardag. Árlegt jólaboð saumaklúbbsins með mökum átti nefnilega að vera heima hjá Kötu og Tedda á laugardagskvöldinu og ekki tímdi ég að missa af því.
Það var notlegt að sofa út á fimmtudagsmorguninn og við vorum ekkert að flýta okkur austur. Fórum samt af stað eftir hádegi og komum i hlýjan kofann þar sem Hansi mágur hafði farið daginn áður og kveikt á ofnum fyrir okkur. Kofinn er svoooo kósí og notalegur. Þessir tveir dagar voru alveg frábærir, rólegheit og við gerðum bara það sem okkur langaði til. Lásum bækur og blöð, horfðum á skemmtilegar myndir á DVD og einnig fræðslumyndir á borð við Vatnalíf sem er um Veiðivötn og svo nokkra þætti á Planet Earth sem Erling fékk í jólagjöf. Auðvitað var svo maginn mettur eins og vera ber í svona ferð enda ekki hægt að eiga á hættu að hríðhorast, eða hvað...
Við komum svo heim seinni partinn í gær afslöppuð og ég hress en Erling var búinn að næla sér í pest og streptokokka og missti því af fjörinu í jólaklúbbnum en það var mjög gaman að hitta stelpurnar því flestar þeirra hef ég ekki hitt síðan í Boston þar sem ég missti af desemberklúbbnum okkar.

Dagurinn í dag er svo líka búinn að vera svona alger rólegheitadagur, Erling er aðeins að hressast og það er gott. Hlynur og Gerður komu í heimsókn og gaman að sitja með þeim og spjalla um daginn og veginn.

Það er svo skrýtið að það er eins og það sé lím í sófunum inni í stofu og það virkar alltaf jafnvel. Alltaf þegar við hjónin setjumst þar inn með kaffibollana okkar og spjöllum saman þá er svo erfitt að standa upp aftur og það hlýtur að vera vegna límsins. Ég elska þessar stundir okkar í stofunni enda getum við talað saman um allt milli himins og jarðar. Ef ég er eitthvað að stressa mig yfir einhverjum hlutum þá er eins og Erling geti alltaf á einhvern hátt náð að “afstressa” mig með ráðum og spjalli. Enda er hann bestur á því er enginn vafi.

Framundan eru strembnar vinnuvikur og því var bara gott að taka sig aðeins frá og eiga rólega daga saman. Þótt ekki þurfi að skila skattaskýrslum fyrirtækja strax þá er framundan vinna við afstemmingar vegna þess og svo auðvitað vaskdagurinn
5. febrúar. En við stelpurnar á skrifstofunni erum ekki að stressa okkur á þessu, vinnum bara vel og hratt og þá gengur þetta allt upp. Svo erum við líka svo skemmtilegar að okkur leiðist ekki í vinnunni. Njótið lífsins vinir, það er til þess.......

5 ummæli:

Íris sagði...

Og ekki nefnt einu orði á það að í dag áttu afmæli??
En ég geri það þá bara ;)
Innilega til hamingju með daginn. Vonandi verður hann rosa góður við þig og þú getir notið hans þrátt fyrir mikla vinnu!!
Hlakka til að hitta þig næst!!
þín Íris

Eygló sagði...

Til hamingju með afmælið elsku mamma mín :) Hlakka líka til að hitta þig næst! Þín Eygló

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið sætapæ!

Ég skal láta það takast að gera e-ð ótrúlega skemmtilegt í dag:) maður má ekki láta það eldast af sér að hafa rosa gaman af því að eiga afmæli!!

En njóttu þess sem eftir er af deginum, hehe það verður reyndar í minni návist, en reyndu samt að hafa gaman, því þessi dagur er nú bara einu sinni á ári!

Elska þig endalaust!
Hrund > afmælisglaða;)

Karlott sagði...

Til hamingju með daginn Erla

Ég er þakklátur Guði fyrir að þú fæddist... annars hefði Íris mín aldrei fæðst... :)

Afmæliskveðju svona síðkvölds...
þinn tengdasonur Karlott

Nafnlaus sagði...

****Til hamingju með afmælið****

Og ég get ekki annað en verið sammála svila mínum.... annars hefði Eygló mín ekki fæðst... :)

Kveðja frá tengdasyni.
Björn Ingi