Það er í raun alveg ótrúlegt hvað það er gaman að eiga afmæli, ætli þetta eldist aldrei af mér? Ég er svo heppin að fyrir tveimur dögum átti ég enn einn afmælisdaginn, þann 48. í röðinni að þessu sinni. Þetta var nú ósköp venjulegur mánudagur og því vinnudagur. Seinni partinn kom Hrund til mín í vinnuna og færði mér mjög fallegan afmælispakkka. Í honum var umslag með gjafakorti í andlitsbað ásamt litun og plokkun fyrir augabrúnirnar. Áður var ég líka búin að fá flottar gjafir og ætla ekki að móðga neinn þótt ég nefni bara það sem stelpurnar og Erling gáfu mér.
Frá Írisi, Karlott og börnunum fékk ég mjög fallega blaðagrind og frá Örnu og skvísunum fékk ég svo geisladiskastand í stíl. Frá Eygló og Bjössa fékk ég mjög fallegt ilmkerti og þetta allt var keypt í versluninni Pier.
Frá Erling fékk ég svo......jahá.....hlaupabretti..... en það var ég einmitt búin að biðja hann um og ég er hrikalega ánægð með það.
Aftur að afmælisdeginum, eftir kvöldmat þá spurði Hrund hvort ég ætlaði ekki að gera eitthvað í tilefni dagsins en þar sem ég þóttist vera að venja mig af því að finnast svona gaman að eiga afmæli þá sagði ég bara nei. Hún trúði mér nú ekki alveg, fannst þetta ekki líkt mér og sagðist langa svo að gera eitthvað fyrir mig. Ég átti erindi út í bæ og þau feðginin voru óvenju dugleg að hvetja mig til að drífa mig bara en vildu ómögulega koma með. Skýringin á því var augljós þegar ég kom tilbaka. Þau voru búin að undirbúa þriggja manna afmælispartý fyrir mig og það var svoooooo gaman.
Bæði að vera með þeim og ekki síst að finna þessa umhyggju fyrir mér.
Allar hinar stelpurnar mínar voru búnar að hringja í mig og einnig held ég allt fólkið mitt. Bræður mínir buðu mér í mat í hádeginu og tölvupóstar, smsin og símtölin voru allan daginn og einnig hamingjuóskir hér á síðunni minni. Ekkert smá notalegt.
Mig langar bara að þakka ykkur öllum sem munduð eftir deginum mínum, þið eruð frábær. Ég hef ákveðið að venja mig ekki af því að elska afmælisdaginn minn.
Njótið lífsins vinir mínir, snjókveðja frá Selfossi......er að fara á brettið........gaman, gaman......Erla afmælisbarn
2 ummæli:
Maður ætti aldrei að hætta að elska að eiga afmæli :) Það er einfaldlega svoo skemmtilegt að eiga afmæli og eiga algjörlega daginn! Og sjá daginn sinn t.d á mjólkurfernunum, mér finnst það alltaf jafn merkilegt :) Hafðu það roosalega gott SÆTA mamma mín :) Elskjú, þín Eygló
Til hamingju með afmælið Erla, ég skil þig mjög vel og maður á að elska afmælisdaginn sinn.. Alltaf :)
og btw..Takk fyrir Orlando póstinn :) - búin að kortleggja alla þessa staði sko :)
Skrifa ummæli