fimmtudagur, desember 27, 2007

Til umhugsunar...

Ertu haldinn fullkomnunaráráttu?
Þorirðu aldrei að taka áhættu því þú ert hræddur við að gera mistök?
Veistu að mestu framfarir mannkyns urðu til vegna fólks sem þorði að taka áhættu og lærði af mistökum sínum?

Ég ætla að leyfa mér að birta hér ljóð úr bókinni hennar Eddu Andrésdóttur fréttakonu um það hvernig hún og fjölskylda hennar upplifðu það að pabbi þeirra greindist með Alsheimer. Ljóðið hins vegar tók ég af síðunni hennar Gerðu mágkonu minnar og mér finnst svo mikill sannleikur í því að ég vil endilega að þeir lesendur mínir sem ekki fylgjast með blogginu hennar fái að lesa það. Ég held að það væri okkur öllum hollt að íhuga efni ljóðsins og læra af því.

Ef ég mætti lifa lífi mínu á nýjan leik,
mundi ég á því skeiði reyna að láta mér verða á fleiri mistök.
Kappkostaði ekki að verða fullkomin heldur slakaði á
færi oftar heimskulega að ráði mínu en ég hef gert til þessa
tæki í raun fátt alvarlega hirti mig miður.
Ég tefldi oftar á tvær hættur, færi fleiri ferðir,
horfði oftar á sólsetrið,
klifi fleiri fjöll, synti fleiri fljót.
Ég færi til fleiri staða en ég hef áður komið á,
æti meiri ís og minni baunir,
glímdi við fleiri raunveruleg vandamál og færri ímynduð.
Ég var einn þeirra manna sem lifði hverja ævistund
skynsamlega og rækilega
átti auðvitað hamingjustundir.
Yrði mér afturhvarfs auðið,
reyndi ég að einskorða mig við góðu stundirnar.
En lífið er, skyldirðu ekki vita það
sett samanúr þeim, þessum stundum
og tapaðu nú ekki af þeirri stund, sem yfir stendur.
Ég var einn þeirra sem fór hvergi án hitamælis,hitabrúsa,
regnhlífar og fallhlífar
ef ég ætti að lifa að nýju, ferðaðist ég léttar búinn.
Mætti ég lifa á nýjan leik, legði ég upp berfættur snemma vors
og gengi áfram allt til haustloka.
Ég færi fleiri ferðir með hringekjunni,
horfði oftar í sólina rísa og léki mér við fleiri börn,
ef ég ætti enn líf fyrir höndum .
En sjáðu til, ég er áttatíu og fjögurra ára
og veit að ég er að dauða komin.

Höf: Borges

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tár,tár...

Svo ótrúlega satt!

Bara að fleiri leggðu land undir fót berfættir að vori og nytu þess að finna stráin kitla yljarnar.

Þín uppáhalds Sirrý litla

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þetta er fallegt ljóð. Fær mann til að hugsa. Þú ert frábær mamma og mér finnst þið pabbi sko alveg kunna að njóta lífsins:) Love you svoooooooooooooooooo mikið. Arnan þín