mánudagur, nóvember 12, 2007

"Flugfreyjuklúbburinn" fer til Boston


Árið 1999 fórum við nokkrar vinkonur saman til Minneapolis í nokkra daga. Þessi ferð var einstaklega skemmtileg og vel heppnuð og höfum við í ófá skipti rifjað hana upp við mikinn hlátur. Í saumaklúbbnum mínum höfum við nokkrum sinnum talað um að gaman væri að endurtaka þetta og fyrir ca þremur árum vorum við nokkrar sem byrjuðum að leggja fyrir mánaðarlega ef einhvern tímann skyldi koma að því að við myndum fara í aðra ferð. Við byrjuðum á að leggja 3.000 kr á mánuði inn á bók sem ein úr hópnum, hún Kolla okkar, tók að sér að sjá um. Seinna hækkuðum við það í 5.000 kr og við höfum ekki fundið mikið fyrir því. Mæli með þessari aðferð þegar fólk langar að gera sér dagamun, leggja fyrir því og ferðin verður miklu skemmtilegri.

Svo var það í janúar sl. að við hittumst í okkar árlega jólaklúbbi og þá var loksins tekin ákvörðun um að fara saman á þessu ári. Sjóðurinn hefur komið sér vel, ég er t.d. búin að borga hótelið og flugið og mun eiga helling af dollurum eftir til að kaupa eitthvað fallegt. Það er notaleg tilhugsun að vita til þess að visareikningurinn mun ekki hrella mig þegar heim verður komið.

Við erum sem sagt að fara 10 saman til Boston á fimmudaginn og verðum í 5 daga. (Við förum allar í klúbbnum nema Kata mágkona sem var búin að skipuleggja ferð til Orlando á sama tíma með systrum sínum og frænkum). Ekki er nú áætlunin sú að vera bara í búðum þessa fimm daga heldur skoða sig um í þessari amerísku borg sem er sögð vera mjög evrópsk. Við ætlum að reyna að fara í leikhús, skoða fallegar byggingar, fara á gospelsamkomu, sitja á kaffihúsi og skoða mannlífið og bara njóta þess að vera til og njóta félagsskapar við vinkonur sínar.

Sennilega verða töskurnar fleiri og þyngri þegar við komum heim aftur enda erum við að hugsa um að semja bara við eitthvað rútufyrirtæki um að sækja okkur á völlinn og biðja þá um að koma á nógu stórri rútu fyrir allan farangurinn. Jólin eru framundan og um að gera að reyna að versla jólagjafir á hagstæðu verði.

Svo tek ég undir með dætrum mínum að ég hlakka svooooo til jólanna, finnst þau alveg sérlega notaleg. Þangað til næst vinir mínir.............

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

-Bara frábært:)
-Góða ferð og passaðu að vera nú ekki með allt of mikla yfirvigt:)
Gerða mágkona

Nafnlaus sagði...

Ég er líka að fara til Boston á fimmtudag, annað skipti á árinu sem við erum samferða út! Þvílík tilviljun! :-) Hlakka til að sjá þig.

Eygló sagði...

Mikið er gott hja´ykkur að fara svona út og ennþá sniðugra að vera búnar að safna fyrir ferðinni í 3 ár :) Alger snilld, svona á að gera þetta!! Njótið ferðarinn og ég veit að það verður gaman hjá ykkur, í búðunum, á söfnunm og kaffihúsum og alles bara! Snilldin ein :) Og svona í lokin bara minna þig á að það er bara 41 dagur til jóla og dagarnir líða hraattt!! Lov U sæta mín, þín Eygló

Nafnlaus sagði...

Halló Erla
Ég er að fara til Kanarý 27.des of verð í mánuð. Gott hjá ykkur að safna og skipuleggja í tíma. Góða ferð Erla mín
Kveðja
Nanna Þ