þriðjudagur, september 11, 2007

Hann á afmæli í dag, hann........


.......Karlott tengdasonur minn á afmæli í dag, er orðinn 32 ára gamall. Það er alltaf ánægjulegt þegar fólk fyllir eitt árið í viðbót og á því er engin undartekning núna.
Það var fyrir nokkrum árum síðan þegar við Erling komum heim úr einhverju ferðalaginu að við fréttum að ungur maður hefði boðið Írisi út á kaffihús og stuttu síðar fegnum við að hitta þennan unga mann. Hann hefur algerlega staðist þær væntingar sem við gerðum til hans og í dag eiga þau Íris þrjú yndisleg börn saman og þau eru einstaklega samhent í öllu er viðkemur heimilishaldi og uppeldi á börnunum.
Karlott nýtur einnig mikillar hylli á vinnustað sínum, Landsbankanum og eru bæði yfirmenn og samstarfsfélagar mjög ánægðir með hann og stendur hann sig með stakri prýði enda sannkallað ljúfmenni á ferð.

Karlott minn, ég óska þér innilega til hamingju með daginn, hlakka til að kíkja á ykkur í kaffi en það verð ég að segja að þú átt það sameiginlegt með konunni þinni að valda mér höfuðverkjum þegar velja á gjöf í tilefni dagsins. Kannski best að ég láti tengdapabba þinn um það :o) Guð blessi þig ríkulega og ég er stolt af þér.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki vissi ég hvað beið mín er ég kynntist frumburði ykkar og bauð henni í brauð...súpu! En, síðar fékk ég að heyra að skorað hafði ég beint í mark, er ég við afgreiðsluborðið í lok máltíðar, borgaði úr eigin vasa og þar með var ég orðinn álitlegur eiginmannskostur fyrir Írisi. Síðan þá heyri ég klinga eitt orð æ og æ í huga mér: þakklæti - þakklæti - þakklæti!
Yfir hverju? Nú yfir konunni minni, frumburði ykkar, gimsteinunum okkar, heimili okkar og ykkur.
Ég vissi ekki hvað beið mín en góður er Guð er hann gerði biðina að því fögru sem hún er : )

Ykkar Karlott

Nafnlaus sagði...

Fáum hef ég kynnst sem eru jafn heilsteyptir og hann Karlott. Ljúfur sem lamb og skemmtilegur þar ofan á. Og allt þetta þó hann sé Skafti. Sennilega meiri vestfirðingur en skafti. Að þeim algerlega ólöstuðum. En Karlott, innilega til hamingju með daginn og Drottinn blessi alla þína framtíð. Bestu kveðjur úr næstu blogg. Kiddi Klettur og Co.