fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Sara Ísold afmælisprinsessa


Hún fæddist fyrir þremur árum síðan prinsessan sem á afmæli í dag. Hún er þriðja barnabarnið okkar Erlings og heitir Sara Ísold. Já það er loksins komið að því að hún eigi afmæli en hún er búin að bíða lengi eftir því. Ég spurði hana um daginn hvað hana langaði að fá í afmælisgjöf og hún svaraði án umhugsunar; “Grænan sleikjó” Langar þig ekki í eitthvað fleira spurði amman. Hún hugsaði sig þá smástund um og sagði svo íbyggin á svip: “Kannski líka bleikan...” Það er ekki erfitt að gera henni til hæfis.
Sara Ísold er mjög dugleg þriggja ára stelpa, talar mikið og er með óvenju mikinn orðaforða miðað við aldur. Hún er mikil afastelpa og finnst gaman að koma á “Kelfossi” eins og hún segir.

Elsku Sara Ísold mín, innilega til hamingju með daginn. Ég bið Guð að blessa framtíð þína og vaka yfir hverju þínu spori. Ég elska þig litla yndigull og hlakka til veislunnar þinnar.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir skemtilegan pisitl um miðjugullið mitt. Hún segir reyndar "Kvelkoss" en ekki "kelfoss" Já hún er sko algjört yndigull:):) Eins og amma sín:):) Arna

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með litlu ömmustelpuna þína! Hún er svo mikið yndi og sæt stelpa... Hlakka til að vera í afmælinu á eftir:)
Love love
Hrund Er