miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Saltkjöt og baunir – “útall”

Jæja kæru þolinmóðu lesendur mínir sem enn kíkið við hjá mér,

vil byrja á að segja ykkur að fréttir af bloggandláti mínu eru stórlega ýktar. Ég er á lífi hérna í Húsinu við ána. Tíminn bara æðir áfram og allt í einu er kominn mánuður frá síðustu færslu fyrir utan afmælisfærslunnar hennar Söru Ísoldar. Það hefur verið í mörgu að snúast og svo er ég mjög upptekin af því að fylgjast með nágranna mínum, Ölfusánni, sem rennur ljúf og róleg fyrir utan eldhúsgluggann minn.

Við Erling sjáum mun á birtunni á hverjum morgni sem ekið er til Reykjavíkur og það er bara gaman að því. Ég er samt búin að upplifa það að sjá tvö stjörnuhröp síðan við fluttum en þótt ótrúlegt sé þá hafði ég aldrei á ævinni séð það fyrr.

Í gærkvöldi fórum við í skemmtilegt matarboð til Írisar og Karlotts og litlu yndigullanna þeirra. Á boðstólum var hinn hefðbundni sprengidagsmatur, saltkjöt, kartöflur og hvít sósa. Mjög gott. Engar baunir voru þó enda erum við ekki vön þeim. Titill færslunnar minnar í dag vísar til hennar Katrínar Töru en það er svo gaman að henni. Ef einhver segir snöggt, saltkjöt og baunir þá svarar hún enn sneggra, hátt og snjallt, “útall”.

Petra Rut vildi endilega sýna mér eitthvað nýtt í herberginu sínu en fyrst varð ég að loka augunum, lofa að kíkja ekki og hún leiddi mig ofur varlega úr stofunni inn til sín og þá mátti ég opna augun. Viti menn, það voru komnar tvær nýjar hillur hjá þeim systrum og nýjar gardínur fyrir gluggana sem Íris var búin að sauma. Það var stolt lítil, stór dama sem sýndi mér þetta. Kvöldið var notalegt og gaman að vera svona saman.

Klukkan var farin að halla í ellefu þegar við ókum úr Hafnarfirðinum heim á Selfoss. Þar var Hrund komin heim á undan okkur, hafði farið heim á Volvonum því lærdómurinn beið hennar. Hún er mjög samviskusöm og gengur mjög vel í skólanum þar sem hún er líka mjög vel liðin, bæði af kennurum og nemendum.

Nú er hins vegar kominn tími til að fara upp, stilla vekjaraklukkuna á 5:45, lesa aðeins um hana Önnu frá Suðurey, merkileg saga um hversdagshetju, og skoða svo augnlokin að innan.

Hafið það gott vinir mínir, þangað til næst..........

4 ummæli:

Unknown sagði...

Tjaa vel liðin og ekki vel liðin.... Það fer bara eftir því hvern þú talar við!
EEH líkar nú ekkert of vel við mig, enda er ég brennimerkt á rassinum hjá henni eftir að ég fékk "fjarvist á rassinn - og ÚT!" eeeen það er hennar missir EKKI minn;)

love you long time sæta skvísa
Hrund - the youngster

Íris sagði...

Takk fyrir "samætið" hehe. Maturinn var góður og félagsskapurinn enn betri :D
Takk fyrir komuna og það var gaman að lesa loksins nýja færslu hjá þér ;)
Sjáumst
Íris - the oldster

Eygló sagði...

Gott hjá ykkur að borða saman, sniðugt, ég gleymi líka aldrei þegar pabbi bauð einhverjum fyrir mörgum árum sneið af saltkjötinu og Íris alveg, "ég, ég" og beit vænan bita þá var þetta fitan af kjötinu, snilldar minning!! En gaman að lesa nýja færslu og það er æði hvað þið eruð ánægð í Húsinu við ána, enda er svooo notalegt að koma þangað :) Svo heimilislegt og meira, það er eiginlega ekki hægt alveg að lýsa því!! Hafðu það best sæta :) Þín Eygló

Nafnlaus sagði...

Erla mín ......nú skil ég afhverju þú kemst ekki á sýninguna hjá okkur um helgina!
Það er vegna þess að alla virka daga vaknar þú um MIÐJA NÓTT!!!
Svo ég skil að þú nennir ekki að vakan snemma morguns .......eða um kl 9 á laugardagsmorgni.
Lestu bara um úrslitin þeirra á síðunni hjá okkur.
Lof jú í grilljón ræmustrimla
þinn einasti eini........ OVER