þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Góð helgi að baki

Þessi helgi var alveg skipulögð eins mikið og hægt var en svo sannast það að allt getur breyst.

Ég ætlaði að byrja helgina á að fara í saumaklúbb á föstudagskvöldinu og Erling, Hrund og Arna voru búin að plana leikhúsferð sama kvöld. Vegna veikinda var saumaklúbbnum frestað og þá spurðu dætur mínar mig hvort ég ætlaði ekki bara með þeim í leikhúsið en ég kaus að fara heim og sagði þeim að ég ætlaði að vera dugleg um kvöldið enda síðbúið þorrablót framundan á herragarðinum á laugardagskvöldinu.
Ég sagði þeim bara ekki hvað það var sem ég ætlaði að vera dugleg við, hahahahaha
Ég sem sagt náði að horfa á 5 þætti af Desperate housewifes alein heima í rólegheitunum og þar með hafði ég staðið við það að vera mjög dugleg. Þetta eru mjög skemmtilegir þættir.

Þorrablótið tókst mjög vel, við vorum systkinin mín ásamt okkar frábæru mökum og foreldrum og þar sem við erum svo skemmtileg var auðvitað mjög gaman hjá okkur.
Svo þegar allir voru að farnir að huga að heimferð þá buðu Teddi og Kata okkur að koma og sjá nýja húsið þeirra sem þau fengu afhent hér á Selfossi sama dag. Það var gaman og þetta er mjög fínt hús.

Seinni partinn í gær fórum við svo og hjálpuðum þeim að bera inn úr flutningabílnum og það var eins og það væru maurar útum allt svo margir komu og hjálpuðu til og þetta gekk fljótt og vel. Teddi, Kata og börn, til hamingju með nýja húsið ykkar “Húsið á sléttunni” eins og ég veit að þið kallið það.

Nú er komið fram í miðja vinnuviku, njótið hennar vinir, þangað til næst.......

Engin ummæli: