þriðjudagur, desember 20, 2005

Sagt um konur

Konur bera með sér styrk sem karlar dást að. Þær ala börn, þola hvers kyns harðræði og byrðar en gefa frá sér hamingju, ást og gleði.

Þær brosa þó þær langi til að orga. Þær syngja þó þær langi til að gráta.

Þær gráta þegar þær eru hamingjusamar og hlæja þegar þær eru taugaveiklaðar.

Konur bíða við símann eftir tilkynningu um að vinirnir hafi komist heim heilir á höldnu eftir að hafa ekið í gegnum hríðarbyl.

Þær geta annast börn og um leið starfað sem framkvæmdastjórar, lögfræðingar eða læknar, verið mótorhjólagelllur eða bara konan í næsta húsi.

Þær geta klæðst jakkafötum, kjólum, gallabuxum og einkennisbúningum.

Konur berjast fyrir því sem þær trúa á. Þær standa upp gagnvart óréttlæti.

Þær eru reiðubúnar að leggja á sig meiri vinnu til að koma börnunum að í betri skólum eða fjölskyldu sinni að hjá betri lækni.

Þær fylgja hræddum vinum sínum til læknis.

Konur eru heiðarlegar, tryggar og umburðarlyndar. Þær eru gáfaðar og vita hvaða kraftur liggur í þekkingunni en þær vita einnig hvernig hægt er að nota mjúku hliðina til að ná fram þeim áhrifum sem þarf.

Hjarta kvenna brestur þegar vinur fellur frá. Þær syrgja ef fjölskyldumeðlimur deyr en eru þó sterkar þegar þær halda að enginn styrkur sé eftir.

Kona getur gert rómantískt kvöld að ógleymanlegri stund.

Hjarta konu er krafturinn sem knýr veröldina áfram.

Konur ala ekki aðeins börn heldur gefa sínum nánustu vonir og gleði.

Þær hughreysta þá sem á þurfa að halda. Þær gefa vinum sínum og fjölskyldu siðferðislegan stuðning.

Það eina sem þær vilja fá í staðinn er faðmlag, bros og nærvera sinna nánustu.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er greinilegt að þú ert kona!!!! Því lýsingin passar svo vel við þig! LU * trilljón

Nafnlaus sagði...

Gæti ekki verið meira sammála fuglamömmu :) Þú ert gull af konu og það 100 % gull :) Loooov U endalaust :) Þín uppáhalds Eygló

Nafnlaus sagði...

Sammála síðustu ræðumönnum:):) Arnan þín...

Nafnlaus sagði...

Elsku dúll...
Þessi pistill hefur greinilega verið skrifaður af einhverjum sem þekkir þig...var það kannski Erling???


Love you
Sirrý, litli maurinn