miðvikudagur, október 19, 2005

Níunda skvísan er fædd....ég er svo sannarlega rík


Hér erum við saman nöfnurnar...
Erla og Þórey Erla











Það var frekar svefnlaus nótt, aðfararnótt mánudagsins sem leið 17. október. Nokkrum sinnum um nóttina vaknaði lítil stúlka og umlaði, vantaði snuðið sitt. Hún sofnaði um leið og það var komið á sinn stað. Þess á milli vaknaði ég við sms frá Örnunni minni sem var á fæðingardeildinni að eiga sitt þriðja barn. Það var ástæða þess að ég svaf ekki heima hjá mér heldur var ég hjá tveimur af ömmustelpunum mínum og það var Sara Ísold sem vaknaði af og til en Danía Rut er orðin svo stór að hún steinsvaf alla nóttina. Það var svo um hálf sex leytið að langþráða símtalið kom, lítil prinsessa hafði litið dagsins ljós rúmlega fimm um morguninn. Hún var algert grjón 12 merkur og 48 cm með mikið og dökkt hár eins og systur hennar voru. Þessi litla prinsessa er níunda stúlkan okkar Erlings í röð, við eigum 4 dætur og 5 dótturdætur og geri aðrir betur. Ella systir reiknaði út að líkurnar á þessu væri 1 á móti 512, pælið í því. Þær mæðgur komu heim í gær og heilsast vel en það sama verður ekki sagt um okkur öll því ferleg pest hefur herjað á okkur og Davíð t.d. rétt náði að vera viðstaddur fæðinguna og þurfti svo að fara heim með mikla magaverki og flökurleika. Heima hjá mér lágu Hrund, Erling og Eygló en sem betur fer lagðist ég ekki í rúmið fyrr á kvöldi mánudags þegar litlu ömmustelpurnar voru komnar í svefn heima hjá sér og pabbi þeirra tekinn við. Ég vona bara að ég verði orðin nógu góð til að fara í vinnu á morgun en Erling og Eygló fóru út í dag en eru samt ekki alveg góð. Ég vona bara lesendur mínir að þið sleppið við þetta. Hef þetta ekki lengra í bili en ég var að fá að vita að yngsta prinsessan mín heitir Þórey Erla og það er mér mikill heiður að foreldrarnir skyldu velja henni nafnið mitt ásamt nafni frænku Davíðs sem honum þykir mjög vænt um.

4 ummæli:

Erling.... sagði...

Til hamingju með dótturdótturina og NÖFNUNA. Það er heiður fyrir hana að bera nafnið þitt, og örugglega frænkunafnið líka, þekki hana bara ekki. En það er líka heiður fyrir þig að barn (börn) skuli nefnd í höfuðið á þér. Kemur samt ekki á óvart, ég þekki jú mannkosti þína manna best.

Íris sagði...

Innilega til hamingju með nöfnuna!!! Flott nöfn sem hún ber!
Sjáums ;)

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með litla ömmugullið, hana Þórey Erlu :) hún er svo sannarlega yndisleg og æðisleg.. Algert grjón :) Gaman að hún var nefnd eftir þér og ég segi eins og pabbi að hún er heppin að bera nafn svona æðislegrar konu og mömmu eins og þú ert :) Lov jú í strimla :) Þín Eygló

Nafnlaus sagði...

Hún er falleg eins og amma hennar.