þriðjudagur, október 05, 2010

Erla Rakel afmælisprinsessa

Það var einmitt um þetta leyti fyrir tveimur árum að við amman og afinn sátum spennt í límsófanum okkar og biðum frétta úr Reykjavík. Eygló og Bjössi voru búin að eyða nóttinni á Fæðingardeildinni því von var á fyrsta barninu þeirra. Mikið vorum við nú ánægð loksins þegar nýbakaðir foreldrarnir hringdu og tilkynntu okkur fæðingu fullkominnar dóttur. Það var svo afar stolt amma sem fékk að vita að litla yndigullið hafði fengið nafnið hennar að viðbættu öðru fallegu nafni og heitir Erla Rakel. Litla daman hefur vaxið og dafnað vel og er mikill sólargeisli og Guðs gjöf í lífi okkar allra. Hún er nýbyrjuð í leikskóla og orðaforðinn hefur aukist ekkert smá og það er svo gaman að þessu litla skotti. Ég kom til þeirra fyrir nokkrum dögum og vissi að það var búið að breyta herberginu hennar og þegar ég spurði hana hvort hún ætlaði ekki að sýna mér nýja herbergið sitt þá hljóp hún af stað og skransaði svo í dyrunum þannig að hún rétt náði beygjunni til að fara inn og sýndi mér herbergið afar stolt enda flott herbergi.
Elsku Erla Rakel, við afi þinn óskum þér innilega til hamingju með tveggja ára afmælið þitt og hlökkum mikið til að koma í veisluna þína. Láttu nú dekra þig í allan dag. Við elskum þig marga hringi.

Engin ummæli: