laugardagur, október 17, 2009

Þórey Erla afmælisskvísa


Þar sem ég er orðin sjö barna amma er ekki skrýtið að það séu oft afmælisblogg á síðunni minni. Það er mér samt alltaf mikil og sönn ánægja að segja ykkur frá afmælum þessara yndigulla sem skreyta lífið okkar Erlings meira en hægt er að segja.

Hún Þórey Erla, næst yngsta prinsessan mín á afmæli í dag, er orðin fjögurra ára daman. Það er alveg merkilegt hvað svona lítil mannvera á auðvelt að vefja svona stórri manneskju eins og mér um fingur sér og hafa ekkert fyrir því. Brosið hennar og stóru augun og þegar hún kemur til manns og smellir kossi á mann með stórum smelli er algerlega ómótstæðilegt. Þórey Erla er mjög geðgóð en veit alveg hvað hún vill og að eigin mati þá getur hún allt. Við erum góðar vinkonur og það er mjög gaman þegar hún hringir og spyr hvort hún og systurnar megi koma í heimsókn á Selfoss til afa og ömmu. Hún er reyndar meiri afa en ömmustelpa og þegar ég kem til þeirra ein þá spyr hún um afa sinn áður en hún heilsar þetta litla yndigull.

Elsku Þórey Erla, ég óska þér innilega til hamingju með afmælisdaginn þinn, þú ert sannkölluð Guðs gjöf inn í líf okkar og ég bið Guð að gæta þín hvar sem þú ferð.

Vertu svo dugleg að láta þér batna svo hægt verði að hafa veisluna þína fljótt.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir fallegan afmælispistil mamma;) Ein svolítið sein að þakka fyrir en betra seint en aldrei;);) Knús á þig sæta:) Þín Arna