mánudagur, október 05, 2009

Erla Rakel 1 árs afmælisprinsessa


Það var fallegur sunnudagsmorgunn, við Erling vorum búin að fylgjast með Eygló og Bjössa alla nóttina því loksins var komið að því að fyrsta barnið þeirra myndi láta sjá sig. Fæðingin gekk frekar illa og snemma morguns var ákveðið að sækja barnið með töngum. Það gekk svo allt upp og loksins kom hringingin sem við höfðum beðið eftir, lítil dama var mætt á svæðið og var auðvitað fallegust og fullkomin að sögn yfir sig hamingjusamra foreldra.

Það er alveg hreint ótrúlegt að í dag sé komið eitt ár síðan þetta var og yngsta prinsessan okkar Erling er að fagna fyrsta afmælisdeginum sínum. Erla Rakel er yndislegur lítill gullmoli sem heillar alla sem koma nálægt henni, dökkhærð með brún augu sem bræða mann algerlega. Hún dafnar mjög vel og er bara algert yndis barn. Hún er mikil pabbastelpa þótt það komi nú ekki í veg fyrir að mamma hennar megi alveg sinna henni og svo finnst henni svo gaman þegar hún hittir stóru frændsystkinin sín enda nenna þau alveg ennþá að leika við litla barnið.

Elsku Erla Rakel mín, þú ert alger Guðs gjöf inn í líf okkar og við elskum þig mjög mikið og hlökkum til að fylgjast með þér vaxa og dafna. Það var mjög gaman að koma í flottu afmælisveisluna þína og mikið var strumpakakan flott sem mamma þín gerði. Hlakka svo til næst þegar ég hitti þig.

4 ummæli:

Eygló sagði...

Æðislegur pistill :) Takk fyrir dömuna um helgina.. Uppáhaldið hennar núna er að skríða með hann fyrir framan sig og skoðar sparkbátinn sinn vel og oft :) Æðisleg gjöf :)
Knús frá mér og Erlu Rakel

Nafnlaus sagði...

Sætur pistill um sæta stelpu;);) Til hamingju með minnsta ömmugullið:)

Nafnlaus sagði...

Þetta var ég, Arna;)

Nafnlaus sagði...

Flottur pistill :)
Gæti copy paistað hann á mitt blogg. Hún er sko sannarlega yndigull.

Kveðja
Bjössi