miðvikudagur, júní 03, 2009

Erling Elí afmælisprins...


Fyrir tveimur árum þegar Íris hringdi í mig og bað mig að sækja stelpurnar og gæta þeirra var líka svona fallegt veður úti. Ég brenndi í bæinn því allt benti til þess að prinsinn ætlaði að mæta á svæðið.
Það var svo rétt fyrir kvöldmat að símtalið kom sem við vorum búin að bíða eftir allan daginn, ljóshærður glókollur var kominn í heiminn og fékk nafn Erlings afa síns ásamt öðru fallegu nafni.
Í dag er Ering Elí orðinn tveggja ára gamall. Hann er flottur og duglegur strákur sem bræðir alla sem eru kringum hann og það er svo gaman að því að hann er mjög hændur Erling afa sínum, notar hvert tækifæri til að smeygja sér í fangið á honum eða stinga litlu hendinni sinni í lófann hans.
Erling Elí nýtur þess að hafa allar þessar stelpur í kringum sig því hann er enn sem komið er eini stákurinn í barnaskaranum okkar Erlings. Stóru systur hans er u þolinmóðar við hann og leyfa honum oftast að vera með sér. Hann er alger prakkari og grallaraspói.
Elsku Erling Elí minn, ég óska þér til hamingju með daginn þinn, þú ert alger Guðs blessun í líf okkar og ég er Guði þakklát fyrir þig. Hlakka til að koma í veisluna þína í dag og láttu nú alla dekra við þig sem aldrei fyrr. Ég elska þig milljón hringi og aðeins fleiri líka litla gullið mitt.

1 ummæli:

Íris sagði...

Skemmtileg færsla mamma ;) Var bara að sjá hana núna :)

En takk fyrir komuna í afmælið, var voða gaman :)