mánudagur, desember 15, 2008

Hvað eiga kindakæfa og jólabréf sameiginlegt....

......Lokahönd lögð á hvort tveggja í sama eldhúsinu:o)

Við vorum snemma heima í dag hjónin. Eins og venjulega togaði límsófinn fast í okkur en að þessu sinni var ekki kaffi í bollunum heldur bjó Erling til heitt súkkulaði, aðventukaffi fyrir tvö sagði þessi frábæri maður minn.

Á heimleiðinni höfðum við komið við í SS og keypt 10 kíló af kindaslögum og eftir súkkulaðið þá var hafist handa við kæfugerð, þ.e Erling fór að búa til kæfu. Það var svo notalegt að vera hér í fallega eldhúsinu okkar, ég var að ljúka við jólabréfið okkar og Erling var að malla kæfu, þetta var bara svo hrikalega heimilislegt.

Núna er klukkan alveg að verða miðnætti, Hrund er nýkomin heim og Elva vinkona hennar er með henni og þær sitja hér hjá mér við eldhúsborðið og þær tala hvor í kapp við hina, ekki þögn eina mínútu. Gaman að þessum elskum. Erling er farinn að prenta út sýnishorn af bréfinu góða og við ætlum að setjast inn og lesa það yfir áður en það verður prentað endanlega.

Við erum tilbúin í jólin, húsið skreytt, kæfan tilbúin, reykti laxinn í kistunni, það gæti ekki verið betra. Njótið lífsins vinir, það er svo skemmtilegt.....

4 ummæli:

Eygló sagði...

Oh æðislega notaleg færsla hjá þér =) Hlakka til að lesa jólabréfið og smakka kæfuna =) Reykti laxinn sem þið gáfuð okkur er algjört nammi :) Takk enn og aftur.!
Sjáumst svo seinna í dag :)
Eyglóin þín

Nafnlaus sagði...

Laxinn og kæfan er bæði alveg sjúúúkelga mikið nammi. Lu grilljón:)

Eygló sagði...

Grunar að Arna hafi verið að kommenta??? Er það rétt Arna mín?

Nafnlaus sagði...

Hahahahaha, já ég er svo mikill gullfiskur enda í fiskamerkinu:) Kv. Arna;)