fimmtudagur, nóvember 06, 2008

Boston

Fyrir um einu ári ákváðum við mágkonur og svilkonur í Erlings ætt að fara saman í stelpuferð til útlanda. Í apríl var svo pöntuð og borguð ferð til Boston og í dag er komið að því að leggja í hann. Vélin fer í loftið kl 1700 og það eru 7 spenntar konur að leggja í ævintýraferðalag. Við ætlum að hafa það mjög skemmtilegt, fara út að borða, fara í útsýnisferð í bílabát, kíkjum kannski aðeins í búðir en aðaltilgangurinn er samt að eiga tíma saman, þjappa okkur saman og vera fjölskylda.
Við förum á tveimur bílum út á völl en hef ekki hugmynd hvað marga þarf til að koma okkur heim aftur :o)

Njótið daganna lesendur góðir, Boston ferðasagan í máli og myndum verður komin hér inn fyrr en varir.

1 ummæli:

Eygló sagði...

Skemmtið ykkur vel þarna úti og mikið finnst mér gott hjá ykkur að fara svona saman :) Sniðug leið til að þjappa hópnum enn betur saman :)
Góða ferð og knús á þig:)
Eyglóin þín og Erla Rakel biður að heilsa ömmu sinni ;)