Ekki vorum við nú fyrr komnar inní Fríhöfnina fyrr en hin kvenlegu gen okkar komu í ljós og setning sem átti eftir að heyrast oft í ferðinni, heyrðist í fyrsta sinn; „Hvar fékkstu þetta, mig vantar líka svona“ Bara gaman að því. Eftir að hafa rölt um og verslað það sem nauðsynlegt þótti, settumst við niður og fengum okkur brauð, vatn og sumar fengu sér rauðvín eða hvítvín. Gerða vakti forvitni okkar því hún sagðist vera með leyndó í töskunni en við fengjum ekki að vita hvað það væri fyrr en síðar.
Mér finnst alltaf skrýtin tilfinning þegar flugvélin hefur sig á loft frá íslenskri grund, það er sennilega þessi mikla þjóðernisremba sem er í mér. Flugið gekk vel og það var svo heiðskýrt að glöggt mátti sjá Grænland langt fyrir neðan okkur, há fjöllin og tignarlega jöklana. Við höfðum fengið bréf frá Icelandair áður en við fórum af stað þar sem okkur var tilkynnt um nýja þjónustu um borð, nú væri matur ekki lengur innifalinn en þar sem við höfðum keypt flugið okkar fyrir þetta löngu þá fengjum við samloku ÓKEYPIS. Reyndar kom svo í ljós að við gátum valið á milli þriggja rétta en svo kom að því að leyndarmálið hennar Gerðu var upplýst. Haldið þið að þessi elska hafi ekki verið búin að smyrja handa okkur öllum ekta vestfirskar Hrefnu hveitikökur með hangikjötisalati og svo líka með osti. Þessu hafði hún svo pakkað inn og sett slaufu utan um. UMMMM, þetta var sko vel þegið.
Við lentum í Boston rúmlega hálfsex að staðartíma og það gekk bara vel að komast í gegnum tollinn og það allt, en reyndar eru þeir ferlega taugaveiklaðir og spyrja ótrúlegra spurninga, við sem erum bara sárasaklausar skvísur á leið að skemmta okkur ærlega í fallegu borginni þeirra. Þeir meira að segja voru svo forvitnir að vilja vita hvað við Gerða vorum með mikla peninga á okkur.....
Við tékkuðum okkur inná Hótel Lenox, gamalt og virðulegt hótel frábærlega staðsett rétt hjá hinni frægu götu Newbury street. Við rétt skelltum töskunum inn og fórum svo út að fá okkur að borða. Það voru þreyttar en hrikalega ánægðar konur sem komu upp á herbergi um kl. tíu um kvöldið að þeirra tíma en þrjú um nóttina að okkar tíma. Við vorum fjórar saman í öðru herberginu, ég, Sigrún, Hildur og Gerða. Í hinu herberginu voru svo Una, Auja og Gerður. Þegar við vöknuðum svo daginn eftir var enn hánótt í Boston en líkamsklukkan okkar sagði að það væri kominn dagur. Ég heyrði í systrunum „hvísla“ saman og hafði lúmskt gaman af en heyrði ekki orðaskil þær voru svo tillitsamar þessar elskur. Það var svo ekki fyrr en síðasta morguninn sem við gátum sofið aðeins fram á dag hjá þeim.
Við tékkuðum okkur inná Hótel Lenox, gamalt og virðulegt hótel frábærlega staðsett rétt hjá hinni frægu götu Newbury street. Við rétt skelltum töskunum inn og fórum svo út að fá okkur að borða. Það voru þreyttar en hrikalega ánægðar konur sem komu upp á herbergi um kl. tíu um kvöldið að þeirra tíma en þrjú um nóttina að okkar tíma. Við vorum fjórar saman í öðru herberginu, ég, Sigrún, Hildur og Gerða. Í hinu herberginu voru svo Una, Auja og Gerður. Þegar við vöknuðum svo daginn eftir var enn hánótt í Boston en líkamsklukkan okkar sagði að það væri kominn dagur. Ég heyrði í systrunum „hvísla“ saman og hafði lúmskt gaman af en heyrði ekki orðaskil þær voru svo tillitsamar þessar elskur. Það var svo ekki fyrr en síðasta morguninn sem við gátum sofið aðeins fram á dag hjá þeim.
Flottasti staðurinn sem við fórum á heitir Top of The Hub og er staðsettur á 52. hæð í útsýnisturni sem er rétt hjá hótelinu. Ég sat þarna við borðið, horfði á útsýnið í allar áttir og mér fannst ég vera drottning í ævintýri. Vissulega var gaman að vera með þessum skvísum þarna en samt hugsaði ég með mér hvað það væri rómantískt að vera þarna með besta vininum mínum, flotta manninum mínum, en það bíður betri tíma. Maturinn var frábær, nautasteik með tilheyrandi, rauðvínsglas, creme brulee í eftirrétt (alveg eins gott og þegar ég geri það, sagt með mikilli hógværð) og kaffi. Algerlega himneskt.

Við fórum í útsýnisferð um borgina með einhverskonar bílabát og það var mjög gaman. Fyrst var ekið um borgina og svona helstu staðir kynntir, svo ók hann niður að á og skellti sér bara útí og sigldi um ána. Þetta var í ljósaskiptunum og meiriháttar að sjá breytinguna á borginni og svo ljósin frá húsunum fara að endurkastast á vatninu. Næstum eins flott og Ölfusá... en samt ekki alveg :o)
Við gengum niður í garðinn þeirra á leiðinni í miðbæinn og gaman að sjá allt fólkið þar, sumir á hraðferð, aðrir að leika við börnin sín, gamall maður að gera feng shui æfingar, fjölbreytileiki mannlífsins í beinni og íkornar sem þáðu með þökkum brauð sem leyndist í veskinu hennar Sigrúnar.

Ferðin heim til Íslands gekk vel, það var notaleg tilfinningin þegar vélin lenti á íslenskri grund, Ísland er land mitt því aldrei ég gleymi. Tollarinn í Keflavík var mjög forvitinn um innihald tasknanna okkar, ótrúlegt hvað þeir geta verið smámunasamir. Frammi biðu flestir kallarnir okkar glaðir að heimta okkur heim.
Við gengum niður í garðinn þeirra á leiðinni í miðbæinn og gaman að sjá allt fólkið þar, sumir á hraðferð, aðrir að leika við börnin sín, gamall maður að gera feng shui æfingar, fjölbreytileiki mannlífsins í beinni og íkornar sem þáðu með þökkum brauð sem leyndist í veskinu hennar Sigrúnar.
Ferðin heim til Íslands gekk vel, það var notaleg tilfinningin þegar vélin lenti á íslenskri grund, Ísland er land mitt því aldrei ég gleymi. Tollarinn í Keflavík var mjög forvitinn um innihald tasknanna okkar, ótrúlegt hvað þeir geta verið smámunasamir. Frammi biðu flestir kallarnir okkar glaðir að heimta okkur heim.
Eins og fyrr sagði fékk ég far með Hansa og Auju heim á Selfoss og þar beið Erling eftir okkur, búinn að fara í bakaríið og þau hjón komu inn og drukku með okkur morgunkaffið. Ekki veit ég hvort var glaðara að sjá hitt, ég eða Erling.
Þessi ferð hefur svo sannarlega þjappað okkur betur saman mágkonunum og það var nú einn aðaltilgangur ferðarinnar. Einhvern veginn þykir mér vænna um þessar stelpur heldur en áður og þótti mér samt mjög vænt um þær. Það er bara þannig að fólkið manns er það sem mestu skiptir í lífinu og ég er blessuð með að eiga frábæra að, bæði mín megin og Erlings megin. Þótt ég sé mikill Íslendingur í mér þá er ég samt með þessa amerísku skoðun að fólkið hans Erlings er mitt frændfólk og ég kalla þau hiklaust frændur og frænkur.
Þúsund þakkir fyrir frábæra samveru stelpur mínar, hlakka til að hitta ykkur næst.
Þið sem hafið haft þolinmæði að lesa alla leið hingað,hafið þakkir fyrir það, njótið daganna það geri ég svo sannarlega.....þangað til næst....
Þið sem hafið haft þolinmæði að lesa alla leið hingað,hafið þakkir fyrir það, njótið daganna það geri ég svo sannarlega.....þangað til næst....
3 ummæli:
Vá hvað þetta er skemmtileg ferðasaga! Liggur við að manni hafi bara langað að vera með:)
Gaman hvað þið skemmtið ykkur vel þarna!!
Vonandi getið þið svo endurtekið leikinn seinna.. Kíkt aftur í Wetseal f. mig, o.fl.:)
hehe, eða e-ð.....
Ást á þig,
-Hrund
-Ekkert smáskemmtilegt að lesa þetta - er sammála um að þetta þjappaði okkur vel saman og gaman að allt gekk upp hjá okkur.
-En Ísland er landið sem á okkur..
Það er ekki spurning...
Sjáumst sem fyrst..
Mbkv Gerða
Sammála Hrund, manni langaði bara að vera með ;) En mikið var gaman að lesa þessa flottu og skemmtilegu ferðasögu :) Hefur greinilega verið alveg súper gaman hjá ykkur!
Sjáumst hressar sætasta :)
Þín Eygló
Skrifa ummæli