Mér finnst nú hálf ótrúlegt að eftir aðeins 4 vikur verði kominn aðfangadagur jóla. Ég er örugglega ekki ein um að finnast við nýbúin að ganga frá jólaskrautinu og var það þó gert í fyrstu viku janúarmánaðar eins og vera ber. Hins vegar er ég alltaf mjög spennt fyrir jólunum og hlakka mikið til þeirra. Jólin eru táknmynd upp á fæðingu frelsarans og þeim fylgir svo mikil gleði og friður. Kannski ætti ég að segja að þeim ætti að fylgja gleði og friður því það er ekki alltaf svo alls staðar. Því miður er alltof mikið um að fólk týni þessari gleði og þessum sanna jólafriði í öllum látunum við að kaupa jólin.
Í dag sem aldrei fyrr er mjög nauðsynlegt að njóta þessa tíma sem framundan er. Eftir allt sem gengið hefur yfir íslenska þjóð undanfarnar vikur þurfum við að staldra aðeins við og átta okkur á hvað það er sem við viljum. Eigum við að halda áfram að vera reið, pirruð, ergileg, vonlaus og allt það eða taka ákvörðun um að láta ekki kringumstæður þrykkja okkur niður heldur horfa fram á veginn. Amma mín sem er dáin fyrir mörgum árum sagði einu sinni við mig að þegar við ættum ekkert nema tvær tómar hendur, væri það besta sem við gerðum við þær, að leggja þær saman í bæn til Guðs.
Í fyrradag var ég að keyra til borgarinnar og í baksýnisspeglinum sá ég sólarupprásina, svo fallega og yndislega. Mér varð hugsað til landsins míns, náttúrunnar og alls þess sem Guð hefur skapað og gefið okkur. Þetta er allt á sínum stað okkur til yndis og ánægjuauka. Landið þar sem við fáum hreint vatn bara með því að skrúfa frá krananum heima hjá okkur. Í Ameríku voru margir sem spurðu okkur hvaðan við værum og einn sagði við mig, ummm eruð þið frá Íslandi þar sem maður fær gott vatn beint úr krananum. Íslenskar afurðir eru frábærar og þær eru á sínum stað eins og svo margt annað.
Ég hvet ykkur lesendur mínir til að njóta daganna og eyða ekki orku í ergelsi og pirring. Við erum engu bættari með því nema síður sé. Vissulega hefur fjármálaumhverfið og atvinnuumhverfið breyst ískyggilega hratt og ég geri ekki lítið úr þeim erfiðleikum. Það er ömurlegt að missa vinnuna og heimili sitt en það má samt ekki gleyma því að það er líf eftir gjaldþrot. Reynsla áranna hefur kennt mér að það er alveg hægt að setja sig á þann stað að vera ánægður með sitt, hverjar sem kringumstæðurnar eru. Það þarf bara að sníða sér stakk eftir vexti.
Setjumst niður með börnunum okkar, líka þessum fullorðnu, tölum saman, eigum tíma saman, styðjum hvert annað og sýnum hvert öðru ást og umhyggju. Heimsækjum þá sem eru veikir, gefum af tíma okkar, gefum börnunum jólagjafir og sleppum þeim fullorðnu ef veskið er létt. Það þarf ekki endilega að eyða svo miklu í gjafirnar því börn eru alltaf börn og flest telja hvað þau fá marga pakka en eru ekki að reyna að finna út hvað þeir kostuðu. Verndum börnin fyrir of miklu krepputali, litlar sálir eru svo viðkvæmar og geta heyrt allt annað en sagt er og það valdið þeim miklum óþarfa áhyggjum.
Svo er þetta spurning um hver ætlar að vera fyrstur til að bjóða okkur Erling heim í heitt jólasúkkulaði með þeyttum rjóma????? Ég mun líka bjóða þeim sem kíkja á aðventunni uppá heitt súkkulaði, keypti fullt af Bónus suðusúkkulaði áðan og bráðum fáum við hluta af afla sumarsins úr reyk :o)
Ég er glöð og horfi björtum augum fram á veginn, hef séð það svartara í mínum persónulegu fjármálum og ratað út úr þeim hremmingum. Þangað til næst.....
Fjöldi fólks glatar hlut sínum í hamingjunni. Ekki vegna þess að það hafi aldrei fundið hana, heldur vegna þess að það nam ekki staðar til að njóta hennar.
miðvikudagur, nóvember 26, 2008
miðvikudagur, nóvember 19, 2008
Boston ferðasaga, varúð löng lesning
Ekki vorum við nú fyrr komnar inní Fríhöfnina fyrr en hin kvenlegu gen okkar komu í ljós og setning sem átti eftir að heyrast oft í ferðinni, heyrðist í fyrsta sinn; „Hvar fékkstu þetta, mig vantar líka svona“ Bara gaman að því. Eftir að hafa rölt um og verslað það sem nauðsynlegt þótti, settumst við niður og fengum okkur brauð, vatn og sumar fengu sér rauðvín eða hvítvín. Gerða vakti forvitni okkar því hún sagðist vera með leyndó í töskunni en við fengjum ekki að vita hvað það væri fyrr en síðar.
Mér finnst alltaf skrýtin tilfinning þegar flugvélin hefur sig á loft frá íslenskri grund, það er sennilega þessi mikla þjóðernisremba sem er í mér. Flugið gekk vel og það var svo heiðskýrt að glöggt mátti sjá Grænland langt fyrir neðan okkur, há fjöllin og tignarlega jöklana. Við höfðum fengið bréf frá Icelandair áður en við fórum af stað þar sem okkur var tilkynnt um nýja þjónustu um borð, nú væri matur ekki lengur innifalinn en þar sem við höfðum keypt flugið okkar fyrir þetta löngu þá fengjum við samloku ÓKEYPIS. Reyndar kom svo í ljós að við gátum valið á milli þriggja rétta en svo kom að því að leyndarmálið hennar Gerðu var upplýst. Haldið þið að þessi elska hafi ekki verið búin að smyrja handa okkur öllum ekta vestfirskar Hrefnu hveitikökur með hangikjötisalati og svo líka með osti. Þessu hafði hún svo pakkað inn og sett slaufu utan um. UMMMM, þetta var sko vel þegið.
Við lentum í Boston rúmlega hálfsex að staðartíma og það gekk bara vel að komast í gegnum tollinn og það allt, en reyndar eru þeir ferlega taugaveiklaðir og spyrja ótrúlegra spurninga, við sem erum bara sárasaklausar skvísur á leið að skemmta okkur ærlega í fallegu borginni þeirra. Þeir meira að segja voru svo forvitnir að vilja vita hvað við Gerða vorum með mikla peninga á okkur.....
Við tékkuðum okkur inná Hótel Lenox, gamalt og virðulegt hótel frábærlega staðsett rétt hjá hinni frægu götu Newbury street. Við rétt skelltum töskunum inn og fórum svo út að fá okkur að borða. Það voru þreyttar en hrikalega ánægðar konur sem komu upp á herbergi um kl. tíu um kvöldið að þeirra tíma en þrjú um nóttina að okkar tíma. Við vorum fjórar saman í öðru herberginu, ég, Sigrún, Hildur og Gerða. Í hinu herberginu voru svo Una, Auja og Gerður. Þegar við vöknuðum svo daginn eftir var enn hánótt í Boston en líkamsklukkan okkar sagði að það væri kominn dagur. Ég heyrði í systrunum „hvísla“ saman og hafði lúmskt gaman af en heyrði ekki orðaskil þær voru svo tillitsamar þessar elskur. Það var svo ekki fyrr en síðasta morguninn sem við gátum sofið aðeins fram á dag hjá þeim.
Við tékkuðum okkur inná Hótel Lenox, gamalt og virðulegt hótel frábærlega staðsett rétt hjá hinni frægu götu Newbury street. Við rétt skelltum töskunum inn og fórum svo út að fá okkur að borða. Það voru þreyttar en hrikalega ánægðar konur sem komu upp á herbergi um kl. tíu um kvöldið að þeirra tíma en þrjú um nóttina að okkar tíma. Við vorum fjórar saman í öðru herberginu, ég, Sigrún, Hildur og Gerða. Í hinu herberginu voru svo Una, Auja og Gerður. Þegar við vöknuðum svo daginn eftir var enn hánótt í Boston en líkamsklukkan okkar sagði að það væri kominn dagur. Ég heyrði í systrunum „hvísla“ saman og hafði lúmskt gaman af en heyrði ekki orðaskil þær voru svo tillitsamar þessar elskur. Það var svo ekki fyrr en síðasta morguninn sem við gátum sofið aðeins fram á dag hjá þeim.
Flottasti staðurinn sem við fórum á heitir Top of The Hub og er staðsettur á 52. hæð í útsýnisturni sem er rétt hjá hótelinu. Ég sat þarna við borðið, horfði á útsýnið í allar áttir og mér fannst ég vera drottning í ævintýri. Vissulega var gaman að vera með þessum skvísum þarna en samt hugsaði ég með mér hvað það væri rómantískt að vera þarna með besta vininum mínum, flotta manninum mínum, en það bíður betri tíma. Maturinn var frábær, nautasteik með tilheyrandi, rauðvínsglas, creme brulee í eftirrétt (alveg eins gott og þegar ég geri það, sagt með mikilli hógværð) og kaffi. Algerlega himneskt.

Við fórum í útsýnisferð um borgina með einhverskonar bílabát og það var mjög gaman. Fyrst var ekið um borgina og svona helstu staðir kynntir, svo ók hann niður að á og skellti sér bara útí og sigldi um ána. Þetta var í ljósaskiptunum og meiriháttar að sjá breytinguna á borginni og svo ljósin frá húsunum fara að endurkastast á vatninu. Næstum eins flott og Ölfusá... en samt ekki alveg :o)
Við gengum niður í garðinn þeirra á leiðinni í miðbæinn og gaman að sjá allt fólkið þar, sumir á hraðferð, aðrir að leika við börnin sín, gamall maður að gera feng shui æfingar, fjölbreytileiki mannlífsins í beinni og íkornar sem þáðu með þökkum brauð sem leyndist í veskinu hennar Sigrúnar.

Ferðin heim til Íslands gekk vel, það var notaleg tilfinningin þegar vélin lenti á íslenskri grund, Ísland er land mitt því aldrei ég gleymi. Tollarinn í Keflavík var mjög forvitinn um innihald tasknanna okkar, ótrúlegt hvað þeir geta verið smámunasamir. Frammi biðu flestir kallarnir okkar glaðir að heimta okkur heim.
Við gengum niður í garðinn þeirra á leiðinni í miðbæinn og gaman að sjá allt fólkið þar, sumir á hraðferð, aðrir að leika við börnin sín, gamall maður að gera feng shui æfingar, fjölbreytileiki mannlífsins í beinni og íkornar sem þáðu með þökkum brauð sem leyndist í veskinu hennar Sigrúnar.
Ferðin heim til Íslands gekk vel, það var notaleg tilfinningin þegar vélin lenti á íslenskri grund, Ísland er land mitt því aldrei ég gleymi. Tollarinn í Keflavík var mjög forvitinn um innihald tasknanna okkar, ótrúlegt hvað þeir geta verið smámunasamir. Frammi biðu flestir kallarnir okkar glaðir að heimta okkur heim.
Eins og fyrr sagði fékk ég far með Hansa og Auju heim á Selfoss og þar beið Erling eftir okkur, búinn að fara í bakaríið og þau hjón komu inn og drukku með okkur morgunkaffið. Ekki veit ég hvort var glaðara að sjá hitt, ég eða Erling.
Þessi ferð hefur svo sannarlega þjappað okkur betur saman mágkonunum og það var nú einn aðaltilgangur ferðarinnar. Einhvern veginn þykir mér vænna um þessar stelpur heldur en áður og þótti mér samt mjög vænt um þær. Það er bara þannig að fólkið manns er það sem mestu skiptir í lífinu og ég er blessuð með að eiga frábæra að, bæði mín megin og Erlings megin. Þótt ég sé mikill Íslendingur í mér þá er ég samt með þessa amerísku skoðun að fólkið hans Erlings er mitt frændfólk og ég kalla þau hiklaust frændur og frænkur.
Þúsund þakkir fyrir frábæra samveru stelpur mínar, hlakka til að hitta ykkur næst.
Þið sem hafið haft þolinmæði að lesa alla leið hingað,hafið þakkir fyrir það, njótið daganna það geri ég svo sannarlega.....þangað til næst....
Þið sem hafið haft þolinmæði að lesa alla leið hingað,hafið þakkir fyrir það, njótið daganna það geri ég svo sannarlega.....þangað til næst....
fimmtudagur, nóvember 06, 2008
Boston
Fyrir um einu ári ákváðum við mágkonur og svilkonur í Erlings ætt að fara saman í stelpuferð til útlanda. Í apríl var svo pöntuð og borguð ferð til Boston og í dag er komið að því að leggja í hann. Vélin fer í loftið kl 1700 og það eru 7 spenntar konur að leggja í ævintýraferðalag. Við ætlum að hafa það mjög skemmtilegt, fara út að borða, fara í útsýnisferð í bílabát, kíkjum kannski aðeins í búðir en aðaltilgangurinn er samt að eiga tíma saman, þjappa okkur saman og vera fjölskylda.
Við förum á tveimur bílum út á völl en hef ekki hugmynd hvað marga þarf til að koma okkur heim aftur :o)
Njótið daganna lesendur góðir, Boston ferðasagan í máli og myndum verður komin hér inn fyrr en varir.
Við förum á tveimur bílum út á völl en hef ekki hugmynd hvað marga þarf til að koma okkur heim aftur :o)
Njótið daganna lesendur góðir, Boston ferðasagan í máli og myndum verður komin hér inn fyrr en varir.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)