sunnudagur, október 05, 2008

Erla Rakel Björnsdóttir

Stoltir foreldrar

Yndisleg en ber enn merki eftir tangirnar

Nöfnurnar
Við Erling búum við mikið barnalán og í morgun bættist enn í ört vaxandi hópinn okkar. Rúmlega 11 í morgun hringdi síminn og þreytt rödd dóttur minnar sagði: „Ég er orðin mamma, það var stúlka og hún er fullkomin og fallegust“. Hún fékk strax nafnið Erla Rakel, rúmar 16 merkur og 52 cm með mikið dökkt hár. Fæðingin gekk ekki alveg nógu vel og eftir mjög erfiða nótt hjá mömmunni og auðvitað pabbanum líka því það er ekki auðvelt að horfa á sársaukann hjá maka sínum og geta ekkert gert, þá var litla daman sótt með töngum. Þeim mæðgum heilsast samt vel en þurfa að hvíla sig vel og jafna sig á þessum átökum. Erla Rakel er Guðs gjöf og það má með sanni segja að Eygló og Bjössi séu búin að bíða þó nokkuð lengi eftir henni. Já það ríkir mikil gleði hér í Húsinu við ána og við fórum í bæinn áðan og kíktum á litlu hamingjusömu fjölskylduna okkar. Ég er bæði hrærð og glöð fyrir þann heiður sem foreldrar hennar veita mér með því að velja henni nafnið mitt en þetta er í þriðja sinn sem ég er þess heiðurs aðnjótandi.
Njótið lífsins vinir...þangað til næst....

1 ummæli:

Íris sagði...

Innilega til hamingju með nýjasta barnabarnið! Hún er alveg yndisleg og fellur vel inní hópinn með hinum yndislegu barnabörnunum þínum :)
Verður gaman að fylgjast með henni stækka og dafna!