
Ég man það eins og það hefði verið í gær hvað ég var farin að bíða lengi eftir henni. Á afmælisdegi höfuðborgarinnar 18. ágúst 1978 hélt ég að hún væri nú að koma en nei nei, hún lét okkur kornunga foreldrana bíða aldeilis eftir sér. Það leið næstu hálfur mánuður þangað til hún var látin koma í þennan heim. Það var snemma morguns 31. ágúst sem ég fékk hana í fangið svona agnarsmáa og litla en fallegasta barn sem fæðst hafði á jörðinni fram að þeim tíma. Síðan hafa nokkrir jafnfallegir einstaklingar fæðst, hvað á ég aftur marga afkomendur.....jú, 10 jafn falleg börn hafa fæðst síðan að henni meðtalinni.
Núna er hún sjálf þriggja barna móðir og stundar lögfræðinám af fullum krafti, var einmitt að byrja þriðja árið og yngsta barnið er aðeins tæplega þriggja mánaða. Íris er líka svo heppin að eiga frábæran eiginmann, Karlott og hún gæti þetta ekki nema með þeim stuðningi sem hún hefur frá honum. Þau eru mjög samstíga í þessu öllu saman og ná að púsla hlutunum saman á frábæran hátt.
Íris mín, ég er svo þakklát Guði fyrir að hafa gefið okkur þig, þú ert einstök og svo ertu svo mikið lík honum pabba þínum og þú veist nú alveg hversu mikið álit ég hef á honum.
Elsku Íris mín, úr sólinni á Mallorka sendum við pabbi þinn þér bestu afmæliskveðjur og vonum að þú hafir það frábært í dag og við erum viss um að fjölskyldan þín dekrar þig í hvívetna. Hlökkum til að sjá ykkur þegar við komum heim.
Núna er hún sjálf þriggja barna móðir og stundar lögfræðinám af fullum krafti, var einmitt að byrja þriðja árið og yngsta barnið er aðeins tæplega þriggja mánaða. Íris er líka svo heppin að eiga frábæran eiginmann, Karlott og hún gæti þetta ekki nema með þeim stuðningi sem hún hefur frá honum. Þau eru mjög samstíga í þessu öllu saman og ná að púsla hlutunum saman á frábæran hátt.
Íris mín, ég er svo þakklát Guði fyrir að hafa gefið okkur þig, þú ert einstök og svo ertu svo mikið lík honum pabba þínum og þú veist nú alveg hversu mikið álit ég hef á honum.
Elsku Íris mín, úr sólinni á Mallorka sendum við pabbi þinn þér bestu afmæliskveðjur og vonum að þú hafir það frábært í dag og við erum viss um að fjölskyldan þín dekrar þig í hvívetna. Hlökkum til að sjá ykkur þegar við komum heim.