miðvikudagur, mars 14, 2007

Hún átti afmælisdag, hún mamma mín


Ég og mamma mín erum vinkonur og það er mér mjög dýrmætt. Það er gott að eiga mömmu sem maður getur komið til hvenær sem er, bankað á dyrnar og ætt inn áður en nokkur kemur til dyra. Svo var það fyrir tveimur dögum að hún fyllti enn eitt árið þessi elska og þótt það trúi því ekki nokkur maður þá er hún orðin 67 ára gömul. Það er samt þannig með hana mömmu að hún yngist upp með hverju árinu og hún er bara alger skvísa og yndisleg. Í einu lagi sem ég heyri oft um jólin er söngvarinn að syngja um mömmu sína og sú mamma kann allt og getur allt og ég vil taka undir með honum og segja það sama um mömmu mína. Ég held að það sé ekkert sem hún getur ekki gert ef hún ætlar sér það og það á jafnt við um hvort það þarf að sauma föt, mála veggi, baka brúðartertu, prjóna hrikalega flottar dúkkur og þannig mætti lengi telja.

Elsku mamma mín, ég vil bara nota tækifærið og senda þér síðbúna afmæliskveðju.
Ég elska þig og er stolt af að vera dóttir þín.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

amen eftir efninu. Tek undir þetta allt. Kiddi Klettur

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með ömmu mamma. Ég er stolt af því að vera hluti af ykkur, dúllurnar mínar... Arnan ykkar:):):)