mánudagur, september 11, 2006

Til hamingju með daginn.....


Það er stutt á milli afmæla hjá þeim hjónakornum Írisi og Karlott því hann fyllir árið í dag rúmri viku á eftir henni og er því orðinn 31 árs. Karlott kom inn í líf okkar árið 2001 og ég kunni strax vel við hann og nánari kynni hafa leitt í ljós að hann er frábær og ljúfur strákur. Hann er haldinn ólæknandi veiðidellu og notar hvert tækifæri sem gefst til að drekkja ormum eða láta fiskana gabbast af flugum sem hann egnir fyrir þær. Karlott er þessi nútíma mjúki maður og er mjög duglegur heima fyrir og styður Írisi algerlega í því námi sem hún er í auk þess að vera sérstaklega vel liðinn í vinnu sinni hjá Landsbankanum. Petra Rut og Katrín Tara, dætur hans, eru mjög hrifnar af pabba sínum og sérstaklega er Petra Rut iðin við að segja okkur að pabbi hennar geti þetta og hitt :o)

Karlott minn, til hamingju með daginn og ég bið Guð að blessa þig ríkulega í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.

3 ummæli:

Íris sagði...

STÓRT BROS!!!

Íris sagði mér að kíkja inná síðuna þína í gær og ég var fyrst núna að sjá þetta fallega ,,skeyti"...

Takk tengdamamma, þú ert líka frábær og þykir mér mjög vænt um þig! Þið tengdapabbi eru blessun sem ekki er mælanleg og það er í raun kraftaverk hversu frábæra tengdaforeldra ég hef fengið... það er víst ekki sjálfgefið!

Takk enn og aftur,
ykkar tengdasonur

Karlott veiðigrallarakarl með meiru

Nafnlaus sagði...

Halló Erla mín!
Takk fyrir kveðjuna á blogginu mínu sem er allveg að komast í gang aftur. Til hamingju með nýju húsin þín Föðurlandið og Húsið við ána. Alltaf gaman að kíkja á síðuna hjá þér. Lofa að blogga fljólega.
Kveðja
Nanna Þórisdóttir

Nafnlaus sagði...

Halló Erla mín
Er búin að skrifa smá á bloggið.
Gott að þú hefur ýt á það.

Kveðja
Nanna