
Já hún mamma mín er svo sannarleg einstök kona og þótt hún sé nú langt frá því að vera fyrirferðamikil þá hefur hún breitt bak og það eru ófáir sem koma til hennar með ólíklegustu vandamál sín og hún hefur tíma fyrir alla.
Við erum miklar vinkonur og hún er alltaf til staðar fyrir mig og mitt fólk ásamt okkur öllum í stórfjölskyldunni. Rúmlega fertug lét hún draum sinn rætast og hóf nám og það voru stoltir krakkar sem mættu við útskriftina hennar þegar hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur 46 ára gömul og hún er þeim hvatning sem langar að læra en halda að þeir séu of gamlir til þess.
Elsku mamma mín, um leið og ég óska þér til hamingju með daginn þinn vil ég segja þér að ég er Guði svo þakklát fyrir þig hafa valið þig til að vera mamma mín, ég er svo stolt af þér og elska þig milljón. Vona að afmælisdagurinn verði þér góður og frábær og ég hlakka til að hitta þig á eftir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli