
Það átti að halda uppá afmælið hennar á sunnudagin var en veikindi komu í veg fyrir það en veislan verður haldin aðeins seinna. Hennar helsta áhugamál eru hestar og svo er barbie að komast nokkuð nálægt því að vera líka í uppáhaldi. Aðspurð langaði hana í úr, playmo, hlaupahjól og snú snú band. "Amma, það er svona rosalega langt sippuband" sagði hún til útskýringar enda ekki reiknað með að ömmur viti hvað snú snú band er :)
Elsku Sara Ísold okkar, við afi þinn óskum þér innilega til hamingju með afmælisdaginn þinn, þú ert alger Guðs gjöf inní líf okkar og við elskum þig meira en orð fá lýst. Við vitum að þú verður dekruð í dag og njóttu þess í botn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli