mánudagur, ágúst 31, 2009

Íris afmælisstelpa


Ég man það eins og það hefði gerst í gær, stoltið, þakklætið og gleðin sem fyllti huga minn þennan fallega morgun í ágúst tók öllu öðru fram sem ég hafði nokkurn tímann upplifað. Jú, við Erling vorum orðnir foreldrar í fyrsta sinn. Ég gat ekki beðið eftir að foreldrar mínir kæmu til að sjá þetta undurfallega barn sem ég hafði fætt og ekkert fegurra var til undir sólinni að okkar mati.
Í dag eru 31 ár liðið frá þessum yndis degi þegar hún Íris mín fæddist og það er ótrúlegt að ég, rétt rúmlega fertug, skuli eiga barn á fertugsaldri en svona er lífið frábært. Hún hefur alla tíð verið okkur mikill gleðigjafi og við erum afar stolt af henni. Hún er sjálfstæð og öguð og hún lýkur því sem hún tekur sér fyri r hendur. Hún og Karlott maðurinn hennar eiga 3 yndisleg börn og þau eru einstaklega samhent um allt heimilishald og barnauppeldi. Íris er lögfræðingur að mennt en fyrst og fremst er hún mikil mamma og eiginkona og auðvelt að sjá að fjölskyldan er í algeru fyrirrúmi hjá henni.

Elsku Íris mín, ég vil óska þér til hamingju með daginn þinn og vona að hann verði þér góður og að ég veit að fólkið þitt mun dekra þig á allan hátt.

Engin ummæli: