Það var einhver ævintýraljómi yfir pallinum í gærkvöldi. Birtan frá hitaranum varpaði fallegu ljósi yfir okkur þar sem við hjónin sátum úti í kvöldkyrrðinni og nutum þess að vera til.
Myrkrið var að hellast yfir og trén tóku á sig fallegar myndir í ljósaskiptunum. Þungur árniðurinn var einhvern veginn eins og fegursta sinfónía í eyrum okkar og kyrrðin var alger. Kertaloginn lék sér innan við glerið og við bara sátum þarna úti og stundin var eins og áður sagði ævintýraleg.
Erling náði í nýju myndavélina sína og þið sjáið smá árangur af því hér á síðunni. Klukkan var að verða tólf þegar við tímdum að fara inn og það var bara vegna þess að það var virkur dagur daginn eftir og því tímabært að fara og skoða augnlokin að innan. Það er gaman að fara erlendis en þó er ekkert sem jafnast á við heimili manns og landið okkar fagra, Ísland sem er svo sannarlega landið mitt.
Ég á frí í vinnunni í dag en eins og ég hef áður sagt ykkur þá er stofan lokuð á föstudögum yfir sumartímann þótt auðvitað þurfum við stundum að vinna þá daga.
Í dag er ég því ein heima þar sem bæði Erling og Hrund eru í vinnunni. Hrund er mjög ánægð með vinnuna á Sambýlinu og forstöðukonan þar tímir alls ekki að missa hana í skólann og ég skil það vel. Samviskusamari starfskraft en hana er varla hægt að finna. Hún verður að vinna þarna í vetur með skólanum enda er hún að safna sér pening fyrir ákveðnum hlutum sem hana langar að gera næsta sumar. Með svona áframhaldi getur hún látið það eftir sér allavega miðað við innistæðuna hennar í bankanum. Mér fannst svo fyndið þegar hún sagði við mig að hún nennti varla að vera að fara til Reykjavíkur á hverjum degi í vetur, það væri miklu þægilegra eins og er núna að hún fær bílinn og fer þegar hún á frí og langar til að fara. Samt vill hún ekki skipta um skóla og fara í FSU og við erum sammála henni með það. Kvennó er mjög góður og virtur skóli og allt viðmót þar til mikillar fyrirmyndar.
Jæja, þar sem þrifnaðarkonan hefur ekki látið sjá sig í dag og ekki síðustu vikur (kannski vegna þess að við höfum enga :o) og húsmóðirin verið upptekin við vinnu og að vera á Föðurlandi í sumar þá ætla ég núna að þrífa fallega húsið mitt, set bara tónlist á og hef hátt í græjunum.... Var þó að hengja upp þvottinn úti og það var svo notalegt. Við Sigrún vinkona værum ágætar í að halda heimili saman, ég myndi sjá um þvottana og hún um gólfin því það leiðinlegasta við húsverkin að mínu mati er að þrífa gólfin en mér finnst bara gaman að vesenast með þvottinn. Hjá Sigrúnu er þessu alveg öfug farið, gaman hvað mannfólkið er ólíkt.
Ég á frí í vinnunni í dag en eins og ég hef áður sagt ykkur þá er stofan lokuð á föstudögum yfir sumartímann þótt auðvitað þurfum við stundum að vinna þá daga.
Í dag er ég því ein heima þar sem bæði Erling og Hrund eru í vinnunni. Hrund er mjög ánægð með vinnuna á Sambýlinu og forstöðukonan þar tímir alls ekki að missa hana í skólann og ég skil það vel. Samviskusamari starfskraft en hana er varla hægt að finna. Hún verður að vinna þarna í vetur með skólanum enda er hún að safna sér pening fyrir ákveðnum hlutum sem hana langar að gera næsta sumar. Með svona áframhaldi getur hún látið það eftir sér allavega miðað við innistæðuna hennar í bankanum. Mér fannst svo fyndið þegar hún sagði við mig að hún nennti varla að vera að fara til Reykjavíkur á hverjum degi í vetur, það væri miklu þægilegra eins og er núna að hún fær bílinn og fer þegar hún á frí og langar til að fara. Samt vill hún ekki skipta um skóla og fara í FSU og við erum sammála henni með það. Kvennó er mjög góður og virtur skóli og allt viðmót þar til mikillar fyrirmyndar.
Jæja, þar sem þrifnaðarkonan hefur ekki látið sjá sig í dag og ekki síðustu vikur (kannski vegna þess að við höfum enga :o) og húsmóðirin verið upptekin við vinnu og að vera á Föðurlandi í sumar þá ætla ég núna að þrífa fallega húsið mitt, set bara tónlist á og hef hátt í græjunum.... Var þó að hengja upp þvottinn úti og það var svo notalegt. Við Sigrún vinkona værum ágætar í að halda heimili saman, ég myndi sjá um þvottana og hún um gólfin því það leiðinlegasta við húsverkin að mínu mati er að þrífa gólfin en mér finnst bara gaman að vesenast með þvottinn. Hjá Sigrúnu er þessu alveg öfug farið, gaman hvað mannfólkið er ólíkt.
Ég hlakka mikið til þegar þau feðgin koma heim í kvöld en hef samt grun um að ungfrúin vefji föður sínum um fingur sér og hún fái bílinn til að skreppa á unglingasamkomu í Reykjavík með Örnu systur sinni.
Þangað til næst vinir mínir, eigið góða og slysalausa helgi...........
Þangað til næst vinir mínir, eigið góða og slysalausa helgi...........
1 ummæli:
Hún dóttir þín á nú ekki langt að sækja samviskusemina í vinnunni - hef bæði heyrt og séð að foreldrar hennar eigi við sama "vandamál" að stríða.
Lovjú milljóntrilljón.
Gittan Geggjaða
Skrifa ummæli